Lýsing
Dynafit Free Gore-Tex jakkinn er hannaður sérstaklega með fjallaskíða- og utanbrautarferðir í hugar, en nýtist líka vel í aðra, krefjandi útivist. Þriggja laga skeljakki með Gore-Tex C-Knit tækni sem veitir örugga vörn gegn, regni, snjókomu og roki. Efni veitir um leið góða öndun og sleppir raka vel fr´alíkamanum til að tryggja góða hitastjórnun á leiðinni upp.
Þriggja laga efnið í jakkanum hefur sérstaklega slitsterkt og þolið- ysta lag og mjúkt innsta lag sem tryggir þægindi. Undir hanleggjum eru rennilásar sem veita aukaloftun þegar á þar f að halda í krefjandi brekkum. Nokkrir vasar fyrir nauðsynlega smáhluti, tveir rúmgóðir renndir vasar að framan, tveir innan á vasar og lítill vasi á ermi sem hentar vel fyrir lyftukortið. Snjóvörn er innan á jakka sem kemur í veg fyrir að lausasnjór fari inn fyrir fatnaðinn. Hetta passar yfir hjálm og er stillanleg með annarri hendi. hægt er að stilla vídd á ermum og neðan í faldi á jakka.
Gore-Tex efnin í jakkanum eru Bluesign vottuð sem er vottum frá þriðja aðila og tryggir að efni og framleiðsluaðferðir hafi sem minnst skaðleg áhrif á fólk og umhverfi.
Tæknilegir eiginleikar:
- Þyngd 486g
- Skel- Ysta lag
- Athletic fit- aðsniðinn
- Hentar best í fjallaskíðaiðkun, en vel í aðra krefjandi útivist
- Vatnsheldni 5 af 5
- Vindheldni 5 af 5
- Hlýleiki 1 af 5
- Öndun 2 af 5
- Rennilásar undir höndum fyrir aukaloftun
- Innri ermalíningar með gati fyrir þumal
- Vindheldur
- Vatnsheldur
- Hetta passar yfir hjálm
- Hægt að pakka inn í hettu
- Límdir saumar
- Hægt að stilla vídd framan á ermum
- Vatnsfráhrindandi YKK rennilásar
- Endurskin
- Snjóvörn innan á jakka
- Hægt að stilla hettu með annarri hendi
- Hægt að þrengja fald á jakka
- Góð öndun
- Renndir vasar að framan
- Vasi á ermi
- Innan á vasar úr Mesh efni
Efni:
- Aðalefni: GORE-TEX® C-KNIT™ PLAIN 3L 123 (100%PA)
- Insert í faldi: JERSEY BISTRETCH 155 (71%PA 29%EA)
- Mesh: PL INTERLOCK 94
Þvottaleiðbeiningar:
- Þvoið á köldum þvotti (30) á gerviefnastillingu
- Má setja á lægsta hita í þurrkara
- Má strauja á meðalhita
- Notið ekki klór
- Setjið ekki í þurrhreinsun