Lýsing
Dynafit Upcycled hanskarnir nýtast vel í alla útivist og eru framleiddir með sjálfbærni að leiðarljósi.
Hanskarnir eru léttir og minimalískir og eru frábærir félagar í fjallaskíðaferðunum, göngunum og náttúruhlaupunum og öllum fjallaævintýrum á kaldari dögum.
Þessir fjölhæfu vettlingar eru framleiddir út afklippum sem falla til við framleiðslu af öðrum fatnaði. Í stað þess að enda í ruslinu eru famleiddir hágæða hanskar úr þessum afklippum, þannig að efnisafgangarnir öðlast nýtt líf. Polartec Powerstretch efnið fellur vel að höndum og heldur á þér hita um leið og það dregur raka frá húðinni hratt og örugglega. Silicon grip inn í lófa tryggir öruggt grip. Þú getur notað þessa hanska eina og sér eða sem einangrun undir skel.
Tæknilegar upplýsingar:
- Þyngd 50g
- Henta í alla útivist
- Fjallaskíði 3 af 5
- Náttúruhlaup 5 af 5
- Göngur og Fjallgöngur 5 af 5
- Einangrunarlag
- Dregur raka frá húð
- Silicon grip inn á lófum og fingrum
- Teygjanlegt efni
Efni: 45% pólýester; 40% polyamíð; 15% elastan