Lýsing
Dynafit Transalper Buxurnar eru þægilegar og fjölhæfar buxur, að auki léttar og slitsterkar og henta vel í fjallgöngur og útivist á svalari dögum.
Transalper Buxurnar eru úr teygjanlegu Dynastretch efni sem er samt slitsterkt og vatnsfráhrindandi. DWR meðhöndlunin er PFC frí og gerir buxurnar vatnsþolnar og verja þig í léttum skúrum og snjókomu. Buxurnar eru aðsniðnar með saumum fyrir hné til að auka þægindi. Aftan í hnésbótum og niður á kálfa er efni sem veitir aukna öndun og þægindi í hreyfingu.
Buxurnar eru með æfingabuxnasniði, með rennilás neðan á skálmum þannig að hægt er að stilla vídd eftir því hvers konar skó þú þarft að nota, ökklaskó eða lága. Þægileg teygja í mittinu situr vel við mjaðmir og hægt er að þrengja buxur með bandi í mittinu eftir þörfum. Að framanverðu eru tveir renndir og vasar og á skálmum eru endurskinsborðar, sem henar vel ef þú ert á ferðinni þegar fer að skyggja.
Tæknilegir eigineikar:
- Þyngd 351g
- Hentar vel einar og sér og sem millilag
- Aðsniðnar
- Henta vel í fjallgöngur og almenna útivist 5 af 5
- Vatnaheldni 1 af 5
- Vindheldni 3 af 5
- hlýleiki 3 af 5
- Öndun 4 af 5
- Efni teygist á 4 vegu
- Endurskin á skálmum
- Stillanlegar með reim í mitti
- Rennilás neðan á skálmum til að víkka
- Samsett efni (hybrid construction)
- Teygja í mitti
- Efni andar vel
- Renndir vasar að framanverðu
Aðalefni: TECHNODENIM PFC FREE DWR 223 (67%PA 21%PL 12%EA)
Insert aftan á skálmum og neðst á legg: COLORADO DYNAFIT 190 (84%PA 16%EA)
Insert undir rennilás á skálmum: JERSEY BISTRETCH 155 (71%PA 29%EA)
Mesh efni: WARPKNIT MESH POLYGIENE 90 g/sqm (100%PL)
Þvottaleiðbeiningar:
- Þvoið á kaldri stillingu (30), gerviefnastilling.
- Má ekki setja í þurrkara
- Setijð ekki í þurrhreinsun
- Notið ekki klór
- Má ekki strauja