Um okkur

DéBé bretti og stíll ehf er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað á árinu 2015 og sérhæfir sig í innflutningi á vörum tengdum útivist og lífsstíl, með áherslum á snjóbretti og jóga.  Í dag erum við með fimm umboð, Burton, Anon, Dainese, Teeki, Onzie og JadeYoga.

Burton, er einn elsti framleiðandi af snjóbrettum í heiminum og hafa helstu tæknibreytingar og þróun í snjóbrettaheiminum komið þaðan.  Burton leggur mikla áherslu á vandaðar og endingargóðar vörur.  Vöruflokkar hjá þeim eru, meðal annars:  Snjóbretti, snjóbrettaskór, snjóbrettabindingar, snjóbrettafatnaður, útivistarföt, bakpókar, töskur, brettatöskur, undirfatnaður og lífstílsfatnaður (peysur, jakkar, buxur ofl.)

Anon, framleiðir skíða-/snjóbrettagleraugu og hjálma og er dótturfyrirtæki Burton.  Vörurnar frá  Anon eru mjög vandaðar og uppfylla alla öryggisstaðla sem eru gerðar kröfur til m.t.t. hjálma.

Dainese, framleiðir varnabúnað fyrir skíði og snjóbretti svo sem bakbrynjur ofl.  Vörurnar frá Dainese uppfylla alla öryggisstaðla ásamt því að bjóða uppá línur sem eru FIS viðurkenndar.

Teeki framleiðir vandaðan jógafatnað og leggur áherslu á sjálfbærni við alla framleiðslu. Fatnaðurinn frá þeim er frameiddur úr endurunnum efnum og í boði eru fjölbreytt og falleg mynstur. Fatnaðurinn hentar vel til jógaiðkunar sem og til nota dags daglega.

Onzie, framleiðir jógafatnað með skemmtilegu mynstri og sniðum, og leggur mikla áherslu á vandaða framleiðslu og þægindi. 

DéBé bretti og stíll ehf leggur mikla áherslu hágæða vörur frá framleiðendum sem leggja áherslu á að starfa á siðferðislega réttan hátt, samfélagslega ábyrgð, greiða sanngjörn laun og huga að verndun umhverfisins við sína framleiðslu.

 

 

 

 

 

Allar okkar vörur koma beint frá framleiðanda og það hjálpar okkur að tryggja hagstæð verð til okkar viðskiptavina.