• 14 daga skila og skiptifrestur
  •  
  • Frí sending fyrir allar pantanir yfir 7.000 kr.
Karfa

Um okkur

Um okkur

DéBé bretti og stíll ehf er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað á árinu 2015. Við rekum vefsíðuna debe.is, sem býður uppá vandaðan, hágæða fatnað og búnað til útivistar. Einnig erum við til húsa í Hjalteyrargötu 6 á Akureyri, þar sem aðallager okkar og verslun eru staðsett. Fyrirtækið var stofnað útfrá okkar helstu ástríðu: almennri útivist, snjóbretta- og jógaástundum, útivist, jóga sport!

Okkar höfuðáhersla er að bjóða eingöngu upp á vandaða hágæða vöru til útivistar og jógaástundunar, sem við höfum sjálf reynslu af og veita framúrskarandi þjónustu til okkar viðskiptavina. Það er okkur mikilvægt að varan sem við bjóðum uppá sé endingargóð og að þeir framleiðendur sem að við skiptum við taki ábyrgð í samfélags- og umhverfismálum. Allar vörur sem við bjóðum uppá í verslun okkar flytjum við inn sjálf og leggjum áherslu á að vera samkeppnishæf við evrópskar vefverslanir.  

Við höfum frá upphafi verið með einkaumboð fyrir Burton á Íslandi og hefur vöruframboð af þeirra vörum verið mest áberandi hjá okkur. Burton er að afla sér mikilla vinsælda hér á landi á ný eftir að hafa verið ófáanlegt innanlands um langt skeið.  

Burton, er einn elsti og virtasti framleiðandi snjóbretta og -búnaðar í heiminum og hafa helstu tæknibreytingar og þróun í snjóbrettasenunni komið þaðan.  Burton leggur mikla áherslu á vandaðar og endingargóðar vörur, samfélagsábyrgð og umhverfisvernd. Fyrir utan snjóbrettalínu, býður framleiðandinn upp á breiða fatalínu fyrir alla fjölskylduna frá ungbarnastærðum, og fatnað sem hentar öllum árstíðum. Einnig er innan vörumerkisins stór töskulína sem spannar frá snyrtiveskjum upp í ferðatöskur og snjóbrettatöskur af stærstu gerð. Það er til merkis um hversu vandaða vörurnar eru frá Burton að stórum hluta af vörulínum þeirra fylgir æviábyrgð.

Við erum í stöðugri þróun með vöruframboð og þjónustu og stefnum á að styrkja vöruúrval okkar enn frekar í náinni framtíð og bjóða uppá viðburði með áherslu á útivist jóga og sport og búa þannig til samfélag fyrir þau ykkar sem deila þessum áhuga með okkur.