• 14 daga skila og skiptifrestur
  •  
  • Frí heimsending
Karfa

Fréttir

Burton Myndavéla bakpokarnir.

Hvað segir Víðir Björnsson ljósmyndari um Burton myndavélapokann? Eftir að hafa verið mikið á fjöllum og útum allar trissur að mynda síðustu mánuði áttaði ég mig á því að ég yrði að fá mér almennilegan myndavélapoka. Það gengur ekki alveg upp að vera renna sér á snjóbretti með myndavélar, dróna og allskonar dót á bakinu gjörsamlega óvarið. Eftir að hafa skoðað þetta mikið ákvað ég að kýla á Burton pokann frá DEBE. Þessi poki er nákvæmlega það sem ég þurfti. Poki sem hægt er að labba upp á fjöll með snjóbretti á bakinu ásamt öllum myndavélabúnaði. Þetta er geggaður göngupoki einn og sér og hef ég verið að nota hann þó ég sé ekki að fara mynda neitt. Eitt af því sem ég elska við pokann er hversu mörg hólf eru í honum. Það er hægt að customize-a hann algjörlega eftir því hvað maður er að fara gera. Fór t.d í splitboard mission um daginn þar sem ég var að fara skjóta video. Ég tók myndavélina mína með í pokann, dróna, þrífót, auka linsu og míkrafóna. Ofan á þetta var ég svo með skóflu, skíðastafi, vatnsbrúsa, snjóbretti,nesti og fl. Lítið mál að koma þessu í pokann. Það skiptir öllu máli að vera með góðan göngupoka þegar maður er með svona mikið af dóti.   Eftir að hafa tekið upp viðtöl og það myndefni sem þurfti pakkaði ég öllu saman í pokann aftur og gerði mig tilbúinn að renna niður. Áður fyrr renndi ég mér mjög varlega niður hræddur um að detta á bakið og eyðileggja búnaðinn minn. Í dag hef ég litlar áhyggjur því myndavélahólfið er höggvarið og get ég því rennt mér niður nokkuð öruggur. Það er lítið mál að taka myndavélahólfið úr töskunni og nota sér eða nota pokann einungis sem bakpoka. Ég hélt fyrst að ég myndi bara nota pokann í göngur og útvistartökur en eftir að hafa notað hann í smá tíma er ég alltaf með hann. Það að geta mætt í myndatöku með allan búnað á bakinu er snilld. Áður fyrr var ég með myndavélapoka, þrífót, ljós og allt dótið í sitthvorum pokanum. Núna get ég labbað útur húsi með allan búnaðinn á sama stað. Þessi poki hefur auðveldað mér lífið svo mikið. Mæli sérstaklega með honum fyrir alla ljósmyndara sem eru að mynda eitthvað tengt útivist & ævintýrum eða fyrir þá sem þurfa bera mikið af búnaði á bakinu. Hvort sem þú ert inni eða úti þá er þessi poki snilld.

Living Lining tæknin frá Burton

Framúrskarandi aðlögununarhæfni fyrir hámarks þægindi! Við kynnum Living LiningTM frá Burton. Nýsköpun og þróun í útivistarfatnaði breyta því hvernig við náum að halda okkur þurrum og hlýjum.  Þægindi byggjast á fjölbreytileika, sem færir okkur Burton „Living Liningtm“ hitastjórnunar í fatnaði. Hvað er fatnaður með hitastjórnun?  Hitastjórnun er tækni sem er innbyggð í  útivistarfatnað og heldur líkama þínum á þægindasvæðinu, þó svo að útihitastig og líkamshiti breytist í sífellu. Living Liningtm tæknin/kerfið byggir á þriggja laga tækni, sem bregst við breytingum á líkamshita og tryggir að þér líði vel.             Svona virkar þetta: Þegar líkamshiti þinn breytist, þá hefst virkni Living Lingingtm kerfisins. Fyrsta lagið er vatnsheld skel heldur bleytu úti ásamt því að hleypa raka frá líkamanum,  þannig að þú helst þur/r. Annað lagið er einangrun sem heldur þér heitum/heitri og vinnur með tæknitrefjum til að draga raka frá líkamanum sem annars myndi ræna frá þér hita. Þriðja lagið,  Smart fibers/ tæknitrefjar vinna með breytingum á líkamshita.  Þega líkaminn hitnar, opnast trefjarnar, og auka öndurnaeiginleika flíkurinnar. Þegar þér kólnar, dragast þær saman, og loka hitann inni og lágmarka eða koma í veg fyrir varmatap. Mað þessari tækni tryggir flíkin hámarksþægindi.           Niðurstaða: Þú finnur ekki úlpu/jakka sem veitir meiri virkni og þægindi til að halda á þér hita og þurri/um við leik eða starf utandyra. Smelltu hér til að sjá myndband frá Burton um Living Liningtm . Smelltu hér til að sjá allar vörur frá Burton í verslun okkar.

Fréttir úr heimi vetraríþrótta

Hver er saga snjóbrettisins?

Nýja línan af snjóbrettum frá Lobster komin á debe.is

Nú er veturinn að koma á debe.is