• 14 daga skila og skiptifrestur
  •  
  • Frí sending fyrir allar pantanir yfir 7.000 kr.
Karfa

Fréttir úr heimi vetraríþrótta

Hver er saga snjóbrettisins?

 

Snjóbrettaiðkun er af flestum talin hafa verið innblásin af brimbrettum og hjólabrettum, það hafa allir heyrt söguna af því þegar snjóbrettakappar ruddu sér rúms í hvítum fjöllunum á meðal skíðafólksins seint á áttunda áratugnum, þegar Jake Burton Carpenter startaði Burton Snowboards í bakhúsi í Vermont og breytti vetrum allra hjólabretta- og brimbrettaáhugamanna í árstíðina sem hlakkað er til á hverju ári.

Halda því sumir fram að íbúar lítils gamaldags samfélags í Kacar fjöllum á austanverðu Tyrklandi, mörgum kílómetrum og menningarheimum í burtu frá brimbretta og hjólabretta menningunni, gætu hafa fundið upp sína útgáfu af snjóbrettinu fyrir rúmlega 300 árum síðan.

þorpinu sem þakið er djúpum
snjó á veturna, og ekki margt
hefur breyst sí
ðustu hundruð
ára er þjóðsaga á sveimi um lítinn dreng sem komst, fyrir tilviljun, að þeirri gleði að renna sér til hliðar.

Með bænarmottu föður síns að vopni komst drengurinn að því að mottan rynni auðveldar með fæturna á mottunni en hendurnar, og útfrá þessu litla fræi voru plankar gerðir að breiðu, þunnu ferhyrntu bretti, band var fest við að framan til að stra framendanum og prik notað fyrir jafnvægi og frekari stringu.

Petran brettið var fætt, og hefur síðan verið borið niður í ættir, kynslóð eftir kynslóð, alveg óháð þróun snjóbrettisins eins og við þekkjum það annarstaðar í heiminum.

Við ætlum að leyfa ykkur að dæma sjálf hvaðan snjóbrettið kom upprunalega, en hvaðan sem það kom þá vitum við að það jafnast ekkert á við að renna sér niður hvítar brekkurnar, í frelsinu og kyrrðinni, algjörlega óáreittur.